Sakborningur áfram í gæsluvarðhaldi

Verjendur í Straumsvíkurmálinu.
Verjendur í Straumsvíkurmálinu. Morgunblaðið/Andri Karl

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir öðrum aðalmanninum, Sævari Sverrissyni, í Straumsvíkurmálinu svonefnda, og verður hann áfram í haldi næstu fjórar vikur eða þar til dómur gengur í málinu. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram um miðja næstu viku.

Fyrirhugað var að aðalmeðferð héldi áfram við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag en verjendur sakborninga fengu í gær bréf þar sem farið var fram á frestun málsins þar til á miðvikudag. Upptökur sem bera átti undir sakborninga við aðalmeðferðina væru ekki klárar til spilunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert