Fundi enn frestað á Alþingi

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, mælti fyrir frumvarpinu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, mælti fyrir frumvarpinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingfundi var enn frestað klukkan 22 og stendur til að fundur hefjist klukkan 22.45. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um fresta verkfalli undirmanna á Herjólfi til 15. september næstkomandi var samþykkt fyrr í kvöld en fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum. Stefnt er að því að samþykkja frumvarpið í kvöld.

Fundur átti að hefjast klukkan átta í kvöld en var honum frestað til níu og því næst til klukkan tíu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpinu í dag en samkvæmt því mun síðasti kjarasamningur gilda fram á haust, nema samningar náist í Herjólfsdeilunni fyrir þann tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert