Mikil veikindi hjá starfsfólki Icelandair

Veik­indi starfs­fólks um borð í flug­vél­um Icelanda­ir hafa auk­ist svo mikið að fyr­ir­tækið hef­ur gripið til um­fangs­mik­illa aðgerða. Fé­lagið lít­ur málið al­var­leg­um aug­um og hef­ur óskað eft­ir aðstoð rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa. Þetta kem­ur fram á vef RÚV.

Fram kem­ur í frétt­inni, að það sé áber­andi að til­kynn­ing­ar komi frek­ar frá yngra fólki með lág­an starfs­ald­ur en þeim sem eru eldri og reynd­ari.

Vísað er í bréf sem Icelanda­ir sendi áhöfn­um fé­lags­ins vegna máls­ins í síðustu viku. Þar kem­ur fram, að á hverj­um tíma séu 400 áhafn­ar­starfs­menn í loft­inu. Því sé ekk­ert óeðli­legt að ein­hverj­ir veikist eða finni fyr­ir van­líðan. Bent er á, að ný­lega hafi hins veg­ar orðið tölu­verð aukn­ing í til­kynn­ing­um frá áhöfn­um vegna veik­inda um borð. Fyr­ir­tækið líti þetta al­var­leg­um aug­um enda leggi það áherslu á að starfs­um­hverfi áhafna sé með sem best­um hætti.

Enn frem­ur seg­ir að í kjöl­far auk­ins fjölda hafi hvert til­felli verið skoðað og greint í sam­starfi við trúnaðarlækni. At­vik­in séu mis­jöfn og eigi fátt sam­eig­in­legt. Þau hafi dreifst á flest­ar vél­ar í flot­an­um, bæði Boeing 757 og 767.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert