Alvarlegt mál kom upp í vél Icelandair

Mikil veikindi hafa komið upp hjá starfsfólki Icelandair.
Mikil veikindi hafa komið upp hjá starfsfólki Icelandair. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Þó nokk­ur mál hafa komið á borð rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa vegna veik­inda starfs­fólks um borð í flug­vél­um Icelanda­ir, þar af eitt al­var­legt. Mál­in eru nú í skoðun hjá nefnd­inni að sögn Þor­kels Ágústs­son­ar, rann­sókn­ar­stjóra hjá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa.

Eins og RÚV greindi frá í gær hafa veik­indi starfs­fólks auk­ist svo mikið að fyr­ir­tækið hef­ur gripið til um­fangs­mik­illa aðgerða. Þar er vísað í bréf sem Icelanda­ir sendi áhöfn­um fé­lags­ins vegna máls­ins í síðustu viku þar sem fram kem­ur að fyr­ir­tækið líti þetta al­var­leg­um aug­um.

Frétt mbl.is: Mik­il veik­indi hjá starfs­fólki Icelanda­ir

Þorkell seg­ir rann­sókn­ar­nefnd­ina hafa til rann­sókn­ar mál sem snúi að því þegar áhafn­ar­meðlim­ir finni fyr­ir ein­hvers kon­ar óþæg­ind­um. Aðallega sé þó eitt at­vik í skoðun, sem átti sér stað í fe­brú­ar, en þá var um al­var­legri ein­kenni en óþæg­indi að ræða. Þorkell seg­ist hins veg­ar ekki geta út­skýrt at­vikið nán­ar.

„Þetta eru mis­jafn­lega al­var­leg at­vik en við erum að skoða það sem kalla má al­var­legt,“ seg­ir hann og bæt­ir við að einnig sé í skoðun hvort at­vik­in eigi eitt­hvað sam­eig­in­legt. „Það er all­ur gang­ur á því en við erum líka að skoða hvort það sé ein­hver sam­nefn­ari. En þetta er mjög mis­jafnt,“ seg­ir Þorkell.

Kem­ur helst upp hjá flug­freyj­um

Aðspurður seg­ist Þorkell ekki hafa tölu á því hversu mörg at­vik hafi komið upp í heild­ina, en þau sem komið hafi upp hafi verið mis­jafn­lega al­var­leg. Hann seg­ir eng­ar til­kynn­ing­ar hafa borist frá farþegum, en flest til­vik­in hafi verið hjá flug­freyj­um. Eitt at­vik hafi hins veg­ar komið upp í ág­úst þar sem flugmaður fann fyr­ir óþæg­ind­um.

Spurður hvort galli í vél­un­um valdi veik­ind­un­um seg­ir Þorkell að það sé í skoðun. „Það er eitt af því sem við erum að skoða í sam­vinnu við koll­ega okk­ar í Banda­ríkj­un­um, bæði hjá Boeing og rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa í Banda­ríkj­un­um.“

Óvenju­legt rann­sókn­ar­mál

Í frétt RÚV frá því í gær kom fram að til­kynn­ing­ar kæmu frek­ar frá yngra fólki með lág­an starfs­ald­ur en þeim sem eru eldri og reynd­ari. Þá kom fram að í kjöl­far auk­ins fjölda hefði hvert til­felli verið skoðað og greint í sam­starfi við trúnaðarlækni. At­vik­in væru mis­jöfn og ættu fátt sam­eig­in­legt. Þau hefðu dreifst á flest­ar vél­ar í flot­an­um, bæði Boeing 757 og 767.

„Við erum að reyna að safna upp­lýs­ing­um núna en þetta er frek­ar óvenju­legt rann­sókn­ar­mál hjá okk­ur. Það sem ger­ir þetta ólíkt hefðbundn­um rann­sókn­ar­verk­efn­um er að það er erfitt að ná gögn­um og vís­bend­ing­arn­ar eru jafn­vel farn­ar þegar við kom­um að mál­inu,“ seg­ir Þorkell og vís­ar þar í loft­teg­und­ir í vél­un­um. „Við vit­um svo sem ekki enn hvort það eru loft­teg­und­ir sem valda þessu en við erum með það í skoðun.“

En er þá ekki hægt að setja upp ein­hvers kon­ar búnað í vél­un­um til að skoða þess­ar loft­teg­und­ir meðan á flugi stend­ur? „Jú, það er það sem við erum að vinna að núna,“ seg­ir Þorkell.

Boing 767 þota Icelandair.
Bo­ing 767 þota Icelanda­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Það er ekk­ert eft­ir­lit með vinnu­um­hverfi okk­ar

Sig­ríður Ása Harðardótt­ir, formaður Flug­freyju­fé­lags Íslands, seg­ir það kröfu fé­lags­ins að öllu leyti að fyr­ir­tæk­in sem flugliðar vinni hjá tryggi að aðstæður séu þannig að fólk sé óhult um borð og geti sinnt vinnu sinni. Hún bend­ir hins veg­ar á að starfs­stétt­in sé und­anþegin lög­um um vinnu­vernd.

„Það er ekk­ert eft­ir­lit með vinnu­um­hverfi okk­ar. Þetta hef­ur verið eitt af stærstu mál­un­um inn­an þessa stétt­ar, að það vant­ar meira eft­ir­lit með vinnusvæði okk­ar,“ seg­ir hún. „Allt hjá okk­ur hef­ur farið í gegn­um kjara­samn­inga en það er kannski ekki eðli­legt að það þurfi að semja sér­stak­lega um slíka hluti.“

Sig­ríður seg­ir fé­lagið meðvitað um vanda­málið og vita af þeim mál­um sem hafi komið upp hjá Icelanda­ir. „En við vit­um ekk­ert hverj­ar ástæðurn­ar eru og höf­um ekk­ert í hönd­un­um með það.“

Kærðu Boeing vegna veik­inda í flug­vél

Á síðasta ári kærðu fjór­ir áhafn­ar­meðlim­ir Alaska Air­lines, þar af einn Íslend­ing­ur sem vinn­ur hjá fé­lag­inu, flug­vélaris­ann Boeing þar sem þeir sögðu loft­teg­und­irn­ar um borð vera eitraðar. Þrír þeirra misstu meðvit­und í flugi frá Bost­on til San Diego árið 2013 og þurfti að neyðarlenda vél­inni til að koma þeim á sjúkra­hús. All­ir starfs­menn­irn­ir fjór­ir sögðust enn finna fyr­ir heilsu­far­svanda­mál­um tveim­ur árum eft­ir at­vikið.

Tals­menn Boeing neituðu að tjá sig um málið þegar fjallað var um það á vef The Tel­egraph í júní í fyrra, en sögðu hins veg­ar að traust­ar rann­sókn­ir sýndu fram á það að hættu­laust væri að anda að sér loft­teg­und­um í flug­vél­um fyr­ir­tæk­is­ins.

Í kær­unni var fyr­ir­tækið sakað um svik og van­rækslu, og að hafa ekki varað við hætt­um eitraðs lofts í farþega­rými. Þá var fyr­ir­tækið sakað um hönn­un­ar­galla í vél­un­um sem kær­end­urn­ir sögðu hafa valdið eitruðu loft­teg­und­un­um. Lög­menn áhafn­ar­meðlimanna fjög­urra sögðu Boeing hafa vitað af vand­an­um frá því um 1950 en aldrei hafa brugðist við hon­um.

Ein­kenni eru sögð vera allt frá höfuðverk, þreytu og flensu yfir í al­var­leg vanda­mál í önd­un­ar­vegi, minn­is­leysi og veik­indi í tauga­kerfi, sér­stak­lega ef líf­rænt fos­fat (e. organoph­osphate) sem nefn­ist TCP kemst í loftið í vél­inni.

Flest­ar vél­ar Boeing eru með búnað sem þjapp­ar lofti frá hreyfl­un­um og not­ar það til að auka þrýst­ing í farþega­rým­inu. En ef kerfið bil­ar geta ol­íuagn­ir kom­ist inn í loft­inn­blástur­inn og eru þær tald­ar geta valdið veik­ind­un­um.

Ekki náðist í Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúa Icelanda­ir, þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir við vinnslu frétt­ar­inn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert