Tugir tilvika á síðustu mánuðum

Mikil veikindi hafa komið upp hjá starfsfólki Icelandair.
Mikil veikindi hafa komið upp hjá starfsfólki Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Ekk­ert bend­ir til þess að veik­indi hjá starfs­fólki Icelanda­ir hafi eitt­hvað með flug­vél­ar flug­fé­lags­ins að gera. Málið er þó litið al­var­leg­um aug­um og vel er fylgst með, en nokkr­ir tug­ir til­vika hafa komið upp á und­an­förn­um mánuðum. Þetta seg­ir Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, í sam­tali við mbl.is.

Veikt­ist og gat ekki sinnt staf­inu

Eins og fjallað var um á mbl.is í dag hafa þó nokk­ur mál komið á borð rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa vegna veik­inda starfs­fólks um borð í flug­vél­um Icelanda­ir, þar af eitt al­var­legt. Mál­in eru nú í rann­sókn hjá nefnd­inni.

Guðjón seg­ir það at­vik sem skoðað hafi verið sem al­var­legt hafa átt sér stað í fe­brú­ar þegar einn úr áhöfn­inni varð óvinnu­fær um borð. „Það er al­var­legt vegna þess ör­ygg­is­hlut­verks sem áhafn­ar­meðlim­ir fara með. Þarna veikt­ist mann­eskja sem gat ekki sinnt sínu starfi um borð og það er tekið al­var­lega,“ seg­ir hann.

Frétt mbl.is: Al­var­legt mál kom upp í vél Icelanda­ir

RÚV greindi frá því í gær að veik­indi starfs­fólks hafi auk­ist svo mikið að fyr­ir­tækið hafi gripið til um­fangs­mik­illa aðgerða. Yf­ir­maður á flugrekstr­ar­sviði Icelanda­ir sendi áhöfn­um fé­lags­ins bréf í síðustu viku þar fram kom að at­vik­in væru mis­jöfn og ættu fátt sam­eig­in­legt. Þau hafi dreifst á flest­ar vél­ar í flot­an­um, bæði Boeing 757 og 767.

Ekki í boði að fara heim og jafna sig

„Þetta er eitt­hvað sem kem­ur upp og er skoðað og tekið al­var­lega,“ seg­ir Guðjón. Hann seg­ir til­vik­in sem komið hafa upp vera ótengd því í hvaða vél er unnið og sjúk­dóms­ein­kenni ekki alltaf eins. Spurður um fjölda seg­ir Guðjón að nokkr­ir tug­ir til­vika hafi komið upp á und­an­förn­um mánuðum.

„Það eru 400 manns að vinna í flug­vél­un­um á hverj­um degi og auðvitað er það eðli­legt eins og alls staðar á vinnu­stöðum að fólk veikist og það mun alltaf ger­ast. Það sem veld­ur þess­ari skoðun okk­ar núna er þessi fjölg­un sem hef­ur verið,“ seg­ir Guðjón og bæt­ir við að vinnustaður­inn sé ólík­ur öðrum vinnu­stöðum þar sem fólk geti farið heim og jafnað sig ef það veikist. „Þarna er það ekki í boði svo það þarf að fylgj­ast vel með.“

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir. mbl.is/​Styrm­ir Kári

Til­kynn­ing­ar frek­ar frá yngra starfs­fólki

Í bréf­inu til starfs­fólks­ins kom fram að áber­andi væri að til­kynn­ing­ar komi frek­ar frá yngra fólki með lág­an starfs­ald­ur en þeim sem eru eldri og reynd­ari. Þessi atriði geri það að verk­um að lík­legra sé að til­vik­in séu aðskil­in en að um sama or­saka­vald sé að ræða.

Í ein­hverj­um til­fell­um hafi virst vera tengsl á milli ein­kenna og hreyf­ing­ar vél­ar­inn­ar, hita­stigs og mis­jafnr­ar hita­dreif­ing­ar. Önnur til­vik virðist hins veg­ar alls ótengd flug­vél­um. Icelanda­ir hafi tekið í notk­un sér­stak­an loft­sýna­töku­búnað sem hægt er að nota ef fleiri en einn starfsmaður finn­ur fyr­ir van­líðan um borð.

Þá hafi tækni­deild fé­lags­ins skoðað viðhald vél­anna og meðal ann­ars skipt um hreyfla og síur, skoðað loftstokka, þrifið loftræsti­kerfi og mælt loft­gæði á flugi. Þá hafi trúnaðarlækn­ir Icelanda­ir farið yfir niður­stöður úr lækn­is­skoðunum og blóðpruf­um hjá starfs­fólki sem farið hef­ur í slík­ar rann­sókn­ir eft­ir flug. Öll sýni hafi komið eðli­lega út.

Efnið ekki í notk­un í ára­tug

Eins og fjallað var um í frétt mbl.is fyrr í dag kærðu fjór­ir úr áhöfn hjá Alaska Air­lines, þar af einn Íslend­ing­ur sem vinn­ur hjá fé­lag­inu, flug­vélaris­ann Boeing á síðasta ári þar sem þeir sögðu loft­teg­und­irn­ar um borð vera eitraðar. Þrír þeirra misstu meðvit­und í flugi frá Bost­on til San Diego árið 2013 og þurfti að neyðarlenda vél­inni til að koma þeim á sjúkra­hús. All­ir starfs­menn­irn­ir fjór­ir sögðust enn finna fyr­ir heilsu­far­svanda­mál­um tveim­ur árum eft­ir at­vikið.

Þá kom fram að ein­kenni væru allt frá höfuðverk, þreytu og flensu yfir í al­var­leg vanda­mál í önd­un­ar­vegi, minn­is­leysi og veik­indi í tauga­kerfi, sér­stak­lega ef líf­rænt fos­fat (e. organoph­osphate) sem nefn­ist TCP kæm­ist í loftið í vél­inni. Guðjón seg­ir það efni hins veg­ar ekki hafa verið notað í flug­vél­um Icelanda­ir í ára­tug svo úti­lokað sé að það sé á kreiki í vél­um fé­lags­ins.

Von­andi til­vilj­un­um háð

Þorkell Ágústs­son, rann­sókn­ar­stjóri hjá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa, sagði í sam­tali við mbl.is í dag að í skoðun væri hvort galli í vél­un­um eða eitraðar loft­teg­und­ir valdi veik­ind­un­um. Slíkt væri í skoðun í sam­vinnu við Boeing og rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa í Banda­ríkj­un­um.

Guðjón seg­ir þó eng­ar skýr­ing­ar eða sam­hengi benda til þess að veik­ind­in hafi eitt­hvað með flug­vél­arn­ar að gera. „Þetta eru von­andi bara ein­hverj­ar til­vilj­an­ir þarna á ferðinni,“ seg­ir hann.

Þá seg­ir Guðjón að eng­in eig­in­leg áætl­un eða ráðstaf­an­ir séu í gangi vegna máls­ins. „Svona mál eru bara lit­in al­var­leg­um aug­um hvort sem þau ger­ast ein stök eða eins og í þessu til­viki nokk­ur sam­an. Það er hluti af rekstri flug­fé­lags að fylgj­ast með svona hlut­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert