Líklega margþættar skýringar á veikindum

Veikindin hafi gert vart við sig í mörgum vélum Icelandair …
Veikindin hafi gert vart við sig í mörgum vélum Icelandair og við margs konar kringumstæður. mbl.is/ Júlíus Sigurjónsson

Um sex til átta mánuðir eru frá því að bera tók á aukn­um veik­ind­um hjá flugliðum Icelanda­ir. Axel F. Sig­urðsson, trúnaðarlækn­ir Icelanda­ir, seg­ir veik­ind­in senni­lega eiga sér margþætt­ar skýr­ing­ar. „Það er erfitt að setja þetta und­ir einn hatt, en fólk hef­ur m.a. verið að lýsa höfuðverk, svima, doða í kring­um var­ir, doða í út­lim­um, ógleði og al­mennri van­líðan,“ seg­ir hann og bæt­ir við að ein­kenn­in séu líka mis­mun­andi í hverju til­felli fyr­ir sig.

Veik­ind­in hafi gert vart við sig í mörg­um vél­um og við margs kon­ar kring­um­stæður. Hafa beri þó í huga að þær hafi orðið í litlu broti af öll­um flug­um. „Þetta er samt aukn­ing og eitt­hvað sem við höf­um áhyggj­ur af og telj­um fulla ástæðu til að skoða.“

Tek­in í lækn­is­skoðun strax eft­ir flug

Axel seg­ir einnig mis­jafnt hve lengi fólk sé að jafna sig á veik­ind­un­um. „Í sum­um til­fell­um er viðkom­andi búin(n) að jafna sig þegar vél­in er kom­in á áfangastað, en í öðrum til­fell­um hafa ein­kenn­in varað leng­ur.“ Dæmi séu um að fólk hafi verið tekið í lækn­is­skoðun og blóðprufu strax eft­ir flug hafi ein­kenn­in enn verið til staðar. „Í engu til­fell­anna hef­ur fund­ist skýr­ing á sjúk­dóms­ein­kenn­un­um,“ seg­ir hann og bæt­ir við að slíkt þurfi þó ekki að vera óeðli­legt, ekki finn­ist alltaf skýr­ing á veik­ind­um við lækn­is­skoðun.

„Það er afar lík­legt að við séum að fást við veik­indi sem eiga sér fleiri en eina skýr­ingu,“ seg­ir Axel og kveðst telja að í fjöl­mörg­um þess­ara til­vika sé senni­lega bara um um venju­leg veik­indi af ein­hverju tagi að ræða.  

„Það þarf samt að ganga úr skugga um hvort það sé eitt­hvað í vinnu­um­hverf­inu sem veld­ur þessu.“ Flug­virkj­ar og aðrir starfs­menn Icelanda­ir séu því bún­ir að vera að fara yfir tækni­leg atriði, loft­gæði og fleira, en eng­in ein­hlít skýr­ing hafi enn fund­ist.  „Það er þekkt í flug­heim­in­um að svona hlut­ir séu að koma upp hjá flug­fé­lög­um,“ seg­ir hann og kveður skýr­ing­ar stund­um hafa fund­ist í þeim til­fell­um og stund­um ekki.

Hjá Icelanda­ir verður haldið áfram að skoða málið. „Nú eru komn­ir mæl­ar um borð sem virka þannig að ef ein­hver upp­lif­ir sjúk­dóms­ein­kenni er hægt að taka loft­sýni úr vél­inni til að vita hvernig loftsam­setn­ing­in í vél­inni var á þeim tíma­punkti.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert