Rannsóknarnefnd flugslysa skoðar veikindin

Engin skýring hefur enn fundist á veikindum flugliða Icelandair.
Engin skýring hefur enn fundist á veikindum flugliða Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Rann­sókn­ar­nefnd flug­slysa tók að eig­in frum­kvæði ákvörðun um að rann­saka veik­indi flugliða um borð í flug­vél­um Icelanda­ir eft­ir að flugliði varð óvinnu­fær um borð vegna veik­inda í fe­brú­ar, að því er frétta­stofa RÚV greindi frá nú í kvöld.

Síðan þá eru tvö aðskil­in at­vik sögð hafa komið á borð rann­sókn­ar­nefnd­ar, bæði í þess­um mánuði. Í annað skiptið hafi marg­ir flugliðar um borð veikst og rann­sókn­ar­nefnd­in tekið á móti flug­vél­inni í Kefla­vík til rann­sókn­ar.

Axel F. Sig­urðsson, trúnaðarlækn­ir Icelanda­ir, sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í kvöld að veik­ind­in ættu sér senni­lega margþætt­ar skýr­ing­ar og mis­jafnt hve lengi fólk sé að jafna sig. „Í sum­um til­fell­um er viðkom­andi búin(n) að jafna sig þegar vél­in er kom­in á áfangastað, en í öðrum til­fell­um hafa ein­kenn­in varað leng­ur,“ seg­ir hann. Dæmi séu um að fólk hafi verið tekið í lækn­is­skoðun og blóðprufu strax eft­ir flug hafi ein­kenn­in enn verið til staðar. „Í engu til­fell­anna hef­ur fund­ist skýr­ing á sjúk­dóms­ein­kenn­un­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert