Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, segir alla forystu Kennarasambandsins standa að ákvörðuninni um undirritun samkomulags um samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn.
Hópar kennara gagnrýna forystu KÍ harðlega fyrir vinnubrögð í lífeyriskerfismálinu. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þórður fjarri sanni að einhver leynd hafi verið yfir vinnubrögðum.
Kennarar í fimm skólum sendu í gær frá sér yfirlýsingar þar sem þeir lýstu vanþóknun sinni á vinnubrögðum stjórnar KÍ og sögðust telja sig óbundna af undirritun stjórnarinnar. 2