Taka á sig 11% lækkun

Sjóðurinn tapaði dómsmáli gegn aðildarfyrirtækjum og ríkinu vegna þessa á …
Sjóðurinn tapaði dómsmáli gegn aðildarfyrirtækjum og ríkinu vegna þessa á tveimur dómstigum. Er nú til skoðunar sameining deildanna og samstarf við aðra sjóði. mbl.is/Hari

Sjóðfélagar í svonefndri Hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs bankamanna, sem eru á annað þúsund talsins, þurfa að sæta um 11% lækkun á lífeyrisréttindum frá og með 1. desember sl. Þetta er þriðja skerðingin sem átt hefur sér stað á nokkrum árum, að sögn stjórnarformanns sjóðsins.

Skoða sameiningu og samstarf

Sjóðnum var skipt í tvær deildir 1997 og Hlutfallsdeildinni lokað fyrir nýjum sjóðfélögum. Telja stjórnendur hans að alger forsendubrestur hafi orðið á uppgjöri ábyrgðar á skuldbindingum sem sjóðfélagar beri einir hallann af.

Sjóðurinn tapaði dómsmáli gegn aðildarfyrirtækjum og ríkinu vegna þessa á tveimur dómstigum. Er nú til skoðunar sameining deildanna og samstarf við aðra sjóði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert