Loksins hillir undir breytingar

Helgi Pétursson, talsmaður Gráa hersins.
Helgi Pétursson, talsmaður Gráa hersins. mbl.is/Rax

Það sem ég les út úr þessu er alla vega viðurkenning á því að það þurfi að gera betur fyrir þennan hóp. Hvernig það á endanum kemur út á eftir að koma í ljós þegar frumvarpið er afgreitt,“ segir Helgi Pétursson, dagskrárgerðarmaður og talsmaður Gráa hersins, í samtali við mbl.is.

Grái herinn er baráttuhópur eftirlaunafólks á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.

Ríkisstjórnin kynnti í gær það sem hún kallar mikla hækk­un á bót­um al­manna­trygg­inga næstu tvö árin. Ein­stæðir eldri borg­ar­ar fái 300.000 krónur á mánuði og ör­yrkj­ar sömu­leiðis.

Helgi hefði viljað ganga lengra í tillögunum og nefndi að það þyrfti að afnema skerðingar í tryggingakerfinu. Skerðing­arn­ar geri til dæm­is það að verk­um að fólki sé gert ókleift að bæta kjör sín með því að vinna leng­ur, sem Helgi seg­ir út í hött þar sem vilji stjórn­valda sé að fólk vinni leng­ur fram eft­ir aldri. „Það gengur ekki að skattheimta á eldri borgara fari úr böndunum þegar menn eru 67 ára gamlir.

Barátta eldri borgara fyrir bættum kjörum hefur staðið í ellefu ár. „Það er ekki eins og við séum að byrja að reyna að ræða þetta í dag. Það er búið að dröslast með þennan málaflokk í ellefu ár og loksins hillir undir einhverjar breytingar en maður óttast að það sé ekki verið að einfalda almannatryggingakerfið. Mér finnst vera svolítið dæmi um að þarna sé kerfið að viðhalda sjálfu sér.

Baráttu Gráa hersins er ekki lokið, þó að málin þokist í rétta átt. „Við erum búin að vekja mikla athygli á þessari stöðu og munum halda því áfram. Okkar takmark eru sambærileg kjör og á hinum Norðurlöndunum,“ segir Helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert