„Taktlaus vinnubrögð“

Samiðn segir tillögur ríkisstjórnarinnar ekki bera vott um fagleg vinnubrögð.
Samiðn segir tillögur ríkisstjórnarinnar ekki bera vott um fagleg vinnubrögð. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tillögur ríkisstjórnarinnar um hækkun eftirlaunaaldurs í 70 ár á næstu 12 árum bera vott um ófagleg vinnubrögð. Tillögurnar eru ekki í samræmi við þær tillögur sem samstaða var um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi Iðnfélaga, Samiðn.

Samstaða var um framkomnar tillögur þar sem gert var ráð fyrir að breytingin yrði innleidd á 24 árum í stað 12. Um róttækar breytingar frá fyrri tillögum er að ræða, segir í tilkynningunni. 

Fram kemur að nauðsynlegt sé að hafa samráð við vinnumarkaðinn við svo miklar og örar breytingar. Horfa þurfi til þess að einstaklingar sem í dag eru jafnt settir komi með sem hliðstæðustum hætti út úr breytingunum. Samiðn segir að erfiðara verði að ná því markmiði eftir því sem aðlögunartímabilið styttist.

Auk þessa gagnrýnir Samiðn þá ákvörðun stjórnvalda að hækka iðgjöld til opinberu lífeyrissjóðanna í stað þess að samræma lífeyrisréttindi landsmanna. Með því sé verið að festa í sessi þann mikla mun sem er á lífeyrisréttindum á almennum og opinberum vinnumarkaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert