Aðlögunartími að hækkun lífeyristökualdurs úr 67 árum í 70 ár verður í frumvarpi um almannatryggingar 24 ár en ekki 12 ár.
Þetta staðfestir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag, en velferðarnefnd lagði þetta til í áliti sínu í gær.
Ríkisstjórnin hafði áður lagt til að aðlögunartíminn yrði 12 ár í stað 24 ára, en fallið var frá þeim hugmyndum m.a. vegna harðrar gagnrýni Alþýðusambands Íslands og fleiri.