Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu á mikilvægi þess að lífeyrissjóðir fjárfesti meira í útlöndum í ræðu sinni á Alþingi.
„Það er einföld áhættudreifing. Síðan er augljós hætta á samþjöppun á innlendum markaði þegar þessi stóru fjárfestar eru jafnstórir og raun ber vitni,“ sagði Guðlaugur Þór.
„Ég vek athygli á því að norski olíusjóðurinn fjárfestir eingöngu fyrir utan Noreg, meðal annars af þessum ástæðum sem ég nefndi hér. Við verðum að líta á þessa hluti til lengri tíma.“