Framsókn missir 12 þingmenn

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í þungum þönkum.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í þungum þönkum. mbl.is/Eggert

Framsóknarflokkurinn er með 9% fylgi á landinu öllu og nær sjö þingmönnum á Alþingi samkvæmt tölum klukkan hálftvö í nótt. Flokkurinn tapar 15,4% fylgi frá síðustu kosningum og missir 12 þingmenn.

Gunnar Bragi Sveinsson nær kjöri fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi og þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir í Norðausturkjördæmi.

Í Suðurkjördæmi ná Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttir kjöri.

Eygló Harðardóttir heldur áfram á þingi í Suðvesturkjördæmi og Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra í Reykjavík suður.

Miðað við töl­urn­ar núna geta vinstriflokk­arn­ir fjór­ir ekki myndað stjórn. Þeir myndu aðeins fá 28 þing­menn kjörna.

Lilja Dögg Alfreðsdótti, varaformaður Framsóknarflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður …
Lilja Dögg Alfreðsdótti, varaformaður Framsóknarflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert