Hálka og hálkublettir víða

mbl.is/Helgi Bjarnason

Hálkublettir eru á Hellisheiði. Á Suðurlandi er að mestu greiðfært en eitthvað um hálku eða hálkubletti á útvegum. 

Á Vesturlandi eru hálkublettir á láglendi en hálka á fjallvegum. Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.  

Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Norðurlandi. Dettifossvegur er lokaður. Snjókoma er við ströndina. Það er einnig hálka og snjóþekja á vegum á Austurlandi og eitthvað um éljagang. Ófært er yfir Öxi og Breiðdalsheiði. Hálka eða hálkublettir eru á Suðausturlandi, segir á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert