Hellingsvinna eftir við erfiðar aðstæður

Eldurinn kom upp í Hellisheiðavirkjun fyrir hádegi í dag.
Eldurinn kom upp í Hellisheiðavirkjun fyrir hádegi í dag. mbl.is/Hanna

Slökkviliðsmenn eru komnir með stjórn á eldinum sem kom upp í Hellisheiðarvirkjun á tólfta tímanum. Haukur Grönli, aðstoðarslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að þó sé mikil vinna framundan við að tryggja svæðið.

„Við teljum okkur vera búna að ná stjórn á eldinum. Við eigum samt hellingsvinnu eftir við að tryggja að það sé öruggt að það séu ekkert sem við köllum hreiður, sem er glóð þar sem gæti blossað upp eldur aftur,“ segir Haukur við blaðamann mbl.is fyrir utan virkjunina.

Hann segir að slökkviliðið taki útkall í virkjunina alvarlega. „Þetta er stór vinnustaður og það eru margar hættur hérna. Við tökum þetta alltaf mjög alvarlega. Þetta eru flókin rými að vissu leyti og það er mikill hiti.“

Slökkviliðsbíl­ar frá Þor­láks­höfn, Hvera­gerði, Sel­fossi og höfuðborg­ar­svæðinu eru á staðnum. Eld­ur­inn var nokk­ur og stóð, um tíma að minnsta kosti, up­p ­úr þaki stöðvar­húss­ins. Tvær vél­ar til raf­orku­fram­leiðslu og ein varma­vél slógu út.

Haukur segir að aðstæður til slökkvistarfs séu erfiðar en bálhvasst eru á svæðinu og gengur á með skúrum. „Þetta eru mjög erfiðar aðstæður, þegar það er mikill vindur, það er mjög vont. Eins og þú sérð sjálfur þá er mikil gufa hérna og skyggni ekki alltaf gott. Það tekur tíma að ná yfirsýn en það truflaði okkur ekki sérstaklega en þetta var flókinn vettvangur.“

Næstu skref slökkviliðsins eruað fullleita svæðið sem brann, rífa niður og kæla.

„Við segjum ekki að það sé búið að slökkva en við teljum okkur komna með stjórn,“ segir Haukur og bætir við að enginn hafi verið í hættu þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök eru óljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert