Fundurinn verður lokaður

Ásmundur Einar Daðason kom fyrir velferðarnefndina á mánudag.
Ásmundur Einar Daðason kom fyrir velferðarnefndina á mánudag.

Tekin hefur verið ákvörðun um fundur velferðarnefndar með Braga Guðbrandssyni verði lokaður en ekki opinn eins og áður hefur verið boðað. Fundurinn verður haldinn klukkan 10 á nefndarsviði Alþingis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndarsviði Alþingis. Bragi sagði þá ákvörðun að hafa fundinn opinn og sýna hann í beinni útsendingu fjölmiðla valda sér vonbrigðum þar sem fyrir vikið myndi hann ekki geta talað jafn opinskátt um málið og ella. Þetta kom fram í máli hans við mbl.is í gær.

„Mér skilst nú raunar, sem ég vissi ekki með vissu fyrir, að öll gögn séu nú komin í hendur nefndarinnar. Ég get hins vegar að sjálfsögðu ekki dregið fram einhver tiltekin gögn og lagt til grundvallar í minni frásögn, þannig að þetta hefur þau áhrif,“ sagði Bragi í samtali við mbl.is í gær. 

Spurður hvort það hafi ekki heftandi áhrif að geta ekki svarað að fullu, kveðst hann einfaldlega þurfa að sætta sig við þær leikreglur sem settar eru. „Það hafa að vísu verið mér mjög mikil vonbrigði að hafa ekki haft tækifæri til þess á vettvangi nefndarinnar að fjalla um þessi mál,“ sagði hann enda hefði nefndin þegar rætt við fjölmarga aðra um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert