Metaðsókn í Háskólann á Akureyri

Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri Ljósmynd/Auðunn Níelsson

„Við erum að sjá tölur sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.

Umsóknum hefur fjölgað um allt að 50% milli ára. Rektor segir að mikil eftirspurn sé eftir sveigjanlegu námsframboði en meirihluti umsókna er frá fólki utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrirkomulag háskólans henti vel þeim sem ekki vilja flytjast búferlum vegna náms.

Þá vakti athygli að fjöldi umsókna í kennaradeild tvöfaldaðist, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Aukin fjölbreytni í kennaranáminu skilar sér í jákvæðara viðhorfi til námsins en áður að mati rektors.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert