Dagur Hoe Sigurjónsson, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Kelvin Sula að bana á Austurvelli, bar við minnisleysi við upphaf aðalmeðferðar málsins í gær.
Dagur neitaði að hafa stungið Sula til bana þegar málið var þingfest í mars.
Dagur er einnig ákærður fyrir manndráp með því að hafa ráðist á Elio Hasani, félaga Sula.
Að því er Fréttablaðið greindi frá sagði Dagur að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum á milli þeirra. Þeir hafi verið ógnandi í sinn garð og veitt sér höfuðhögg.
Bar Dagur við minnisleysi um það sem gerðist eftir höfuðhöggið.