Harma hvernig staðið er að málum

Heimilið Bjarg er til húsa á Seltjarnarnesi og hefur verið …
Heimilið Bjarg er til húsa á Seltjarnarnesi og hefur verið rekið í hálfa öld en Hjálpræðisherinn á húsið. mbl.is/Hari

Samfylkingarfélagið á Seltjarnarnesi harmar hvernig staðið hefur verið að málum íbúa Bjargs af bæjarstjóra og meirihluta sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.

Bú­seta sjö karl­manna með geðklofagrein­ingu er í upp­námi eft­ir að ljóst var að ekki yrði samið við Hjálp­ræðis­her­inn um áfram­hald­andi rekst­ur á heim­il­inu af hálfu vel­ferðarráðuneyt­is­ins. Bjarg er til húsa á Seltjarn­ar­nesi og hef­ur Hjálp­ræðis­her­inn rekið þar heim­ili fyr­ir ein­stak­linga með geðklofagrein­ingu ára­tug­um sam­an. 

Endurspegli ekki afstöðu íbúa

Mat Samfylkingarfélagsins er að afstaða meirihlutans í málinu endurspegli ekki afstöðu íbúa Seltjarnarness, enda hafi margir skrifað ummæli sín um málið á íbúasíðu Seltjarnarness og í samtölum við félagið.

„Við berum lagalega skyldu til að sinna þjónustu við þennan hóp íbúa okkar, þar að auki er Seltjarnarnes stöndugt sveitarfélag sem er í lófa lagið að leysa málið farsællega.  Sú lausn er reyndar til staðar og hefur verið sett fram af velferðarráðuneytinu og myndi gera íbúum Bjargs kleift að búa þar áfram í öruggum aðstæðum,“ segir í tilkynningunni.

Bent er á að málið sé til þess fallið að valda íbúum Bjargs „miklu álagi og angist“.

„Við teljum einnig mjög alvarlegt að þetta mál sé komið á borð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis sem vanræksla bæjarins okkar í að uppfylla skyldur sínar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert