Umferðarljósakerfið frumstætt

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vilja skoða nýtingu nýjustu tækni til þess …
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vilja skoða nýtingu nýjustu tækni til þess að auka umferðarflæði og stytta tafir. mbl.is/​Hari

Höfuðborgarsvæðið er langt á eftir í þróun og notkun umferðarljósakerfa sem geta hámarkað nýtingu þeirra samgönguinnviða sem þegar eru fyrir hendi, segir Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH).

Á fundi stjórnar SSH fyrr í mánuðinum var kynnt tækni sem nýtt er við stýringu umferðarljósa í Ósló og segir Páll ljóst að áhugi sé fyrir því að skoða úrbætur á þessu sviði, þótt ekki sé vitað á þessu stigi nákvæmlega hvenær slíkt kæmi til.

Hann bendir á að verulegar umbætur á sviði ljósastýringa séu ein leið meðal fleiri sem hægt er að nýta til þess að bæta samgönur á höfuðborgarsvæðinu. „Tæknilegu lausnirnar eru til, kostnaðurinn við að innleiða verulegar breytingar er ekki þekktur en hann er örugglega nokkur. Þetta er sennilega fljótvirkasta aðgerðin af öllum þeim sem við erum að skoða,“ segir Páll.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert