Þjónusta Strætó á Suðurnesjum tryggð

Þjónustan hefur verið tryggð út árið 2019.
Þjónustan hefur verið tryggð út árið 2019. mbl.is/Valli

Vegagerðin mun taka yfir ábyrgð á almenningssamgöngum á Suðurnesjum í stað Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Samkomulagi hefur verið náð þess efnis. 

Þjónusta vagnanna verður óbreytt og munu þeir fylgja sömu tímatöflum og eru nú í gildi. Þetta fyrirkomulag mun gilda út árið 2019.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.

Leiðir Strætó á Suðurnesjum eru:

  • Leið 55 milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur
  • Leið 87 milli Voga og Vogaafleggjara.
  • Leið 88 milli Grindavíkur og Reykjanesbæjar.
  • Leið 89 milli Sandgerðis, Garðs og Reykjanesbæjar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert