Tengist ekki veikindahrinunni 2016

Flugvél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar var snúið við vegna …
Flugvél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar var snúið við vegna veikinda flugfreyju síðastliðinn föstudag. mbl.is/Eggert

Veik­indi sem upp komu í flug­vél Icelanda­ir á leið til Kaup­manna­hafn­ar á föstu­dag virðast ekki tengj­ast veik­ind­um sem upp komu meðal fjölda starfs­fólks flug­fé­lags­ins árið 2016. Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari frá Icelanda­ir.

Flug­vél­inni var snúið við aft­ur til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar á föstu­dags­morg­un eft­ir að flug­freyja veikt­ist, en ákvörðunin var tek­in í sam­ráði við lækni sem var um borð. Flug­freyj­an er á bata­vegi.

Í svari Icelanda­ir við fyr­ir­spurn mbl.is seg­ir jafn­framt að árið 2016 hafi verið um að ræða at­vik sem fátt áttu sam­eig­in­legt og dreifðust á mis­mun­andi teg­und­ir flug­véla Icelanda­ir. Þá voru sjúk­dóms­ein­kenni ekki í öll­um til­vik­um þau sömu, en veik­indi flugliða Icelanda­ir voru rann­sökuð af rann­sókn­ar­nefnd flug­slysa.

Í flug­inu í síðustu viku fundu tveir úr áhöfn­inni til viðbót­ar fyr­ir ónot­um, en út­lit er fyr­ir að það teng­ist ekki veik­ind­um flug­freyj­unn­ar. Ekki feng­ust upp­lýs­ing­ar um það hvers eðlis veik­ind­in voru.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert