Iðnaðarmenn og SA funda aftur á mánudag

Viðræður Samiðnar og SA halda áfram á mánudag.
Viðræður Samiðnar og SA halda áfram á mánudag. mbl.is/Ómar

„Við erum ræða áfram það sama og við höfum verið að ræða. Tökum svo verkefnið heim yfir helgina og hittumst svo aftur á mánudaginn,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, í samtali við mbl.is, spurður um fund samninganefnda iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins sem var haldinn í dag.

Spurður hvort hann líti bjartsýnum augum á framhaldið svarar hann á þá leið að það sé alla vega þannig að enn sé hægt að boða til funda. „Menn eru að vinna að texta og ræða málin.“

Hilmar vill ekki útiloka að vísa viðræðunum til ríkissáttasemjara, en tekur fram að hann telji vera gang í viðræðum.

Formaðurinn vill þó ekki veita frekari upplýsingar um viðræðurnar. „Málið er bara þannig að við erum í viðræðum og svo sem ekkert meira hægt að segja um það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert