Fimm börn til viðbótar með E. coli

Öll börnin níu eiga það sameiginlegt að hafa verið í …
Öll börnin níu eiga það sameiginlegt að hafa verið í Bláskógabyggð síðustu vikur, en öll eru þau búsett á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli-bakteríu um helgina. Áður höfðu fjögur börn greinst með sams konar sýkingar en tvö þeirra voru lögð inn á Barna­spítala Hrings­ins með nýrna­bil­un. Annað barn­anna var út­skrifað síðastliðinn föstu­dag.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við Vísi að fimm börn til viðbótar hafi greinst um helgina, en fram kemur í samtali við hann í Morgunblaðinu í dag að grunur sé uppi um að fleiri séu smitaðir af E. coli-bakteríu, sem valdið get­ur nýrna­bil­un og blóðleysi í al­var­leg­um til­fell­um.

Þórólfur segir börnin sem greindust um helgina ekki hafa verið með alvarleg einkenni. Öll börnin níu eiga það sameiginlegt að hafa verið í Bláskógabyggð síðustu vikur, en öll eru þau búsett á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert