Þór Steinarsson
Tvö börn til viðbótar hafa greinst með E.coli bakteríunni og eru þau þá samtals orðin tólf talsins. Þetta staðfestir Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna, í samtali við mbl.is.
Þetta kom í ljós við rannsóknir á hægðarsýnum barnanna og niðurstöðurnar bárust fyrir rúmlega klukkustund síðan.
Ekki er ljóst hvaðan börnin tvö smituðust en Viðar telur líklegt að öll smitin eigi uppruna sinn á ferðaþjónustubænum á Efstadal II.