„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, Aníta Katrín Ægisdóttir og Ægir Þorleifsson. Þarna …
Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, Aníta Katrín Ægisdóttir og Ægir Þorleifsson. Þarna er Aníta Katrín nýkomin úr enn einni rannsókninni skömmu áður en nýrun bila. Ljósmynd/Aðsend

„Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal II um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní.

Í gær fór hún í aðgerð þar sem kviðskilunarleggurinn var tekinn. Fyrir þá aðgerð fékk hún þriðju blóðgjöfina sína á nokkrum vikum. Stúlkan, Aníta Katrín, fékk leyfi um helgina til að fara heim til sín og átti að koma aftur í skoðun á sunnudeginum en kom degi fyrr því henni hrakaði. „Hún rauk upp í hita á laugardeginum,“ segir Áslaug um helgarleyfið.

Aníta Katrín er smám saman að braggast en er enn að glíma við eftirköstin af nýrnabiluninni. Hún er með talsverðan bjúg og er einnig með blóð og prótein í þvagi. „Við tökum bara einn dag í einu. Tíminn verður að leiða í ljós hvort hún nái sér að fullu,“ segir Áslaug æðrulaus.

Hún segir dóttur sína almennt hrausta og fram að þessu varla fengið umgangspestir. „Núna er maður að gera sér grein fyrir áfallinu sem þetta er því maður er ekki lengur eins og hengdur upp á þráð,“ segir hún.

Þrátt fyrir það segist hún full þakklætis fyrir heilbrigðisþjónustuna og allan hlýhug sem þeim hefur verið sýndur í veikindum dóttur hennar.  

Aníta Katrín verður þriggja ára í þessum mánuði og er …
Aníta Katrín verður þriggja ára í þessum mánuði og er öll að braggast. Ljósmynd/Aðsend
Aníta Katrín hefur verið legið talsvert lengi á Barnaspítala Hringsins …
Aníta Katrín hefur verið legið talsvert lengi á Barnaspítala Hringsins undanfarið. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert