Kemur til greina að loka tímabundið

Unnið er að því að rjúfa smitleiðir á bænum.
Unnið er að því að rjúfa smitleiðir á bænum. mbl.is/Hari

Til greina kemur að loka tímabundið Efstadal II ef ekki næst að rjúfa smitleið E.coli-sýkingar með alþrifum á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun hafa gripið til hertari aðgerða á staðnum eftir að í ljós kom að tveir fullorðinir einstaklingar greindust með E.coli í dag.

Þetta kom fram í máli Sigrúnar Guðmundsdóttur forstöðumanns Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í kvöldfréttum stöðvar tvö í kvöld.  

Annar þeirra er erlendur ferðamaður og hann smitaðist 8. júli eftir að gripið var til aðgerða 4. júlí síðastliðinn á staðnum. Ferðamaðurinn borðaði ís á staðnum. Hinn einstaklingurinn starfar á bænum.

Alls hafa því 21 einstaklingur greinst með E.coli þar af 19 börn. Sterkur grunur leikur á um að eitt þriggja ára barn til viðbótar sé einnig smitað.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert