Rekstraraðilar ferðaþjónustunnar í Efstadal II hafa fengið heimild til þess að opna ísbúðina á staðnum á nýju. Framleiðsla á ís á staðnum hefur verið heimiluð og var það sannreynt með greiningu sýna að framleiðslan uppfyllir örverufræðilegar kröfur.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Stofnunin fór þangað í gær til þess að sannreyna úrbætur sem farið var fram á og er þeim lokið.
Farið var í eftirfarandi úrbætur:
Fram kom í tilkynningu frá sóttvarnarlækni í gær að engin ný tilfelli af E. coli hefðu greinst síðustu 12 daga og enginn hefði greinst eftir að hafa verið í Efstadal II eftir 18. júlí, þegar viðamiklar aðgerðir sem miðuðu að því að stöðva útbreiðsluna hófsut.