Aukaferðir strætisvagna og götum lokað

Unnið var að því hörðum höndum í gærkvöldi að ljúka …
Unnið var að því hörðum höndum í gærkvöldi að ljúka öllum undirbúningi fyrir tónleikana í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Götum verður lokað, frítt verður í strætó og aukastrætisvagnaferðum verður bætti við um helgina vegna tvennra tónleika Ed Sheeran, sem fram fara í kvöld og annað kvöld.

Engjavegi, sem liggur fram hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og að gatnamótum við Glæsibæ, verður lokað fyrir allri umferð nema umferð leigubíla og einkabíla með 4 farþega eða fleiri, sem keypt hafa bílastæði við Skautahöll eða Laugardalshöll.

Þá verður Reykjavegi lokað kl.12.00 fyrir allri umferð, nema umferð rúta og strætisvagna og þá verður hluta Suðurlandsbrautar frá gatnamótum Grensásvegar og að gatnamótum Kringlumýrarbrautar lokað fyrir alla umferð, að undanskildri umferð rúta og strætisvagna, meðan á tónleikunum stendur.

Tónleikagestir fá frítt í strætó um helgina gegn framvísun miða eða armbands á tónleikana en leiðir 2, 5,14,15 og 17 stoppa skammt frá Laugardalsvelli.

Búist er við komu 30 þúsund gesta á tónleika Sheeran í kvöld og reiknað er með 20 þúsund gestum á aukatónleikana annað kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert