„Mín kona bara sátt“

Frá þingfestingu málsins í síðustu viku.
Frá þingfestingu málsins í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það þjónaði hags­mun­um míns skjól­stæðings að ganga frá þessu sam­komu­lagi og ég lít nú svo á að með því að gera þessa kröfu sem við gerðum fyr­ir dómi, um beina aðför og inn­setn­ingu í íbúðina, þá hafi fé­lagið ekki verið í neinni stöðu til ann­ars en að ganga til samn­inga við okk­ur og klára það,“ seg­ir Sig­urður Kári Kristjáns­son lögmaður í sam­tali við mbl.is.

Skjól­stæðing­ur hans, 87 ára göm­ul kona, hef­ur samið við Fé­lag eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni um að fá íbúð sína í Árskóg­um af­henta. Efni sam­komu­lags­ins er trúnaðar­mál. En Sig­urður Kári hljóm­ar sátt­ur.

„Ég held að ár­ang­ur­inn hafi verið góður og mín kona bara sátt, sátt við að fá íbúðina sem hún átti að fá fyr­ir löngu síðan,“ seg­ir hann.

Hinir kaup­end­urn­ir hafi ekki samið

Lögmaður­inn bæt­ir við að hjón sem einnig höfðuðu dóms­mál gegn fé­lag­inu vegna máls­ins hafi kosið að semja ekki við FEB.

Það vill Sigrún Ingi­björg Gísla­dótt­ir lögmaður þeirra ekki staðfesta í sam­tali við mbl.is. Hún seg­ist ekki geta gefið nán­ari upp­lýs­ing­ar um málið fyrr en síðar í dag.

„Hags­mun­ir ein­stakra kaup­enda eru mis­mun­andi. Ég náði þessu það langt að það var ekki þess virði að standa í mála­ferl­um næstu árin fyr­ir ekki meiri hags­muni en voru fyr­ir hendi á end­an­um,“ seg­ir Sig­urður Kári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert