Lykilatriði að fallið var frá ætluðum kauprétti

Sigrún Ingibjörg Gísladóttir er einn eigandi lögmannastofunnar Réttar.
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir er einn eigandi lögmannastofunnar Réttar. Ljósmynd/Aðsend

„Það fóru fram viðræður þar sem reynt var að finna lausn á málinu. Það ríkir trúnaður um innihald samkomulagsins en aðilar náðu saman að lokum og gengu frá samkomulagi sem felur það í sér að til stendur að fella niður málið.“

Þetta segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður hjóna sem höfðuðu dómsmál gegn Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) vegna kaupa á einni íbúð félagsins við Árskóga.

Fjalla átti um frávísunarkröfu FEB fyrir héraðsdómi í næstu viku en nú er ljóst að málið verður fellt niður. Var þetta síðasta dómsmálið sem stóð eftir vegna viðskipta með íbúðir FEB við Árskóga og því engin dómsmál sem standa eftir.

Sigrún segist ekki geta tjáð sig um efni samkomulagsins en staðfestir þó það sem kom fram í yfirlýsingu frá FEB fyrr í dag að félagið hefði ákveðið að falla frá ætluðum kauprétti á íbúðinni. Skjólstæðingar Sigrúnar höfðu þó allan tímann haldið því fram að enginn kaupréttur væri til staðar.

Hjónin eru sátt við málalyktir að sögn Sigríðar og hún segir mjög gott að samkomulag hafi náðst og ekki hafa þurft að útkljá málið fyrir dómstólum.

Sátt hefur náðst um öll fyrirhuguð dómsmál gegn Félagi eldri …
Sátt hefur náðst um öll fyrirhuguð dómsmál gegn Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB). mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert