Fyrirtöku í málum kaupenda tveggja íbúða í Árskógum 1-3 í Mjódd hefur verið frestað, þar sem lögmenn kaupendanna reyna að semja við Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) um málalok. Þetta staðfestu lögmennirnir, Sigurður Kári Kristjánsson og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, við fjölmiðlafólk í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en þar átti fyrirtaka að hefjast kl. 9.
Í síðustu viku var ákveðið að lögmaður FEB hefði til dagsins í dag til þess að leggja fram greinargerð með vörnum félagsins í málinu.
Í gærkvöldi var þó greint frá því að samningaviðræður stæðu yfir um lausn málsins hvað þessa tvo kaupendur varðar og þær munu halda áfram í dag.