Viðræður um lausn Árskógamálsins

Ný blokk FEB í Mjódd.
Ný blokk FEB í Mjódd. mbl.is/Árni Sæberg

Lögmenn tveggja kaupenda að íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík eru að byggja við Árskóga í Mjódd áttu í gær í samningaviðræðum við fulltrúa félagsins um lausn á deilum um afhendingu íbúðanna.

Kaupendurnir tveir fóru í mál við félagið til að knýja á um afhendingu og neituðu að greiða viðbótargreiðslu sem FEB krefst. Fyrirtaka er í málinu í héraðsdómi kl. 9 í dag og þá er gert ráð fyrir að lögmaður FEB skili greinargerð vegna kröfu kaupendanna.

Viðræður um lausn stóðu fram eftir kvöldi í gær og ekki var komin endanleg lausn í málið þegar Morgunblaðið frétti síðast. Búist var við að málið skýrðist við fyrirtöku málsins árdegis í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert