Flugliðar skoða hópmálsókn vegna veikinda

Nokkrir flugliðar hjá Icelandair eru að skoða það að fara …
Nokkrir flugliðar hjá Icelandair eru að skoða það að fara í mál við flugfélagið vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð í vélum félagsins. mbl.is/Eggert

Nokkr­ir flugliðar hjá Icelanda­ir eru að skoða það að fara í mál við flug­fé­lagið vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyr­ir vegna skertra loft­gæða um borð í vél­um fé­lags­ins. Greint var frá þessu í kvöld­frétt­um RÚV og haft eft­ir Óðni Elías­syni lög­manni að nokkr­ir skjól­stæðing­ar hans væru að skoða hóp­mál­sókn.

Veik­indi sem upp hafa komið hjá flugliðum flug­fé­lags­ins hafa áður verið tek­in til rann­sókn­ar hjá Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa, en eitt at­vik kom upp í lok sept­em­ber á síðasta ári. Þá leituðu fjór­ir starfs­menn sér lækn­isaðstoðar við kom­una til lands­ins eft­ir flug frá Ed­mont­on í Kan­ada.

Við það til­efni sagði Jens Þórðar­son fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs Icelanda­ir í sam­tali við mbl.is að at­vikið tengd­ist loft­gæðum um borð í vél­inni. „Við höf­um fengið mál tengd van­líðan í flug­vél­um hjá áhafn­ar­meðlim­um í gegn­um tíðina, öðru hverju,“ sagði Jens og benti á að svipuð til­vik kæmu upp hjá flest­um flug­fé­lög­um þar sem loft­gæði væru skert um borð í flug­vél­um al­mennt.

Nokkuð var fjallað um veik­indi flugliða hjá Icelanda­ir á ár­inu 2016, en þá komu tug­ir veik­inda­til­fella upp og þó nokk­ur mál rötuðu inn á borð Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa. Trúnaðarlækn­ir Icelanda­ir sagði við mbl.is sum­arið 2016 að veik­indi hefðu gert vart við sig í mörg­um vél­um og við margs kon­ar kring­um­stæður.

„Það er afar lík­legt að við séum að fást við veik­indi sem eiga sér fleiri en eina skýr­ingu,“ sagði lækn­ir­inn þá og bætti því að að hann teldi að í mörg­um til­vik­anna væri ein­ung­is um um venju­leg veik­indi að ræða.

Þó fór flug­fé­lagið í aðgerðir til þess að at­huga hvort það væri eitt­hvað í vinnu­um­hverf­inu sem væri að valda þess­um veik­ind­um, en eng­in ein­hlýt skýr­ing fannst þá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert