Tengsl loftgæða og veikinda ekki fundist

Ásdís Ýr segir Icelandair hafa gengið lengra en mörg önnur …
Ásdís Ýr segir Icelandair hafa gengið lengra en mörg önnur flugfélög til að tryggja að loftgæði séu með besta móti. mbl.is/Eggert

Ekki hef­ur tek­ist að sýna fram á or­saka­tengsl á milli loft­gæða í flug­vél­um og heilsu­far­svanda­mála þrátt fyr­ir ít­ar­leg­ar rann­sókn­ir. Þetta seg­ir Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir.

Lögmaður fimm flug­freyja og flugþjóna sem íhuga að höfða mál gegn Icelanda­ir vegna veik­inda sinna seg­ir að Icelanda­ir hafni því að veik­ind­in megi rekja til slæmra loft­gæða.

Ásdís Ýr seg­ir í svari við fyr­ir­spurn mbl.is að nokk­ur sam­bæri­leg mál hafi komið upp á þessu ári en erfitt sé að greina or­saka­vanda þeirra veik­inda.

Hún kveðst ekki geta tjáð sig um ein­stök mál sem tengj­ast starfs­fólki flug­fé­lags­ins en tek­ur fram að þau mál sem koma upp af þessu tagi séu tek­in mjög al­var­lega enda heilsa og ör­yggi starfs­fólks alltaf í for­gangi.

„Þetta er ekki mál sem ein­skorðast við Icelanda­ir. Þetta er umræða sem á sér stað hjá öll­um flug­fé­lög­um enda er bæði vinnu­um­hverfið í háloft­un­um og vinnu­tími flug­fólks frá­brugðinn því sem ger­ist á jörðu niðri og ýms­ir þætt­ir sem hafa áhrif. Þá hef­ur þetta verið rann­sókn­ar­efni síðustu ára, meðal ann­ars hjá flu­gör­ygg­is­stofn­un Evr­ópu, EASA,” seg­ir hún.

Ásdís Ýr Pétursdóttir.
Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Spurð nán­ar út í ábyrgð Icelanda­ir og hvort jafn­vel ætti frek­ar að lög­sækja flug­véla­fram­leiðand­ann ít­rek­ar Ásdís að ekki hafi verið sýnt fram á or­saka­tengsl á milli loft­gæða og heilsu­far­svanda­mála.

„Við lít­um þó á það sem okk­ar hlut­verk að tryggja gott vinnu­um­hverfi fyr­ir starfs­fólkið okk­ar. Við höf­um gripið til ým­issa aðgerða í tengsl­um við loft­gæði í vél­un­um hjá okk­ur, til dæm­is varðandi viðhald á loftræsti­kerfi, með sýna­tök­um, skýr­ari verk­ferl­um og fjár­fest­ingu í þjálf­un. Við höf­um gert allt sem í okk­ar valdi stend­ur, bæði hvað varðar for­varn­ir, rann­sókn­ir og viðbrögð, og höf­um gengið lengra en mörg önn­ur flug­fé­lög til að tryggja að loft­gæði séu með besta móti,“ grein­ir Ásdís Ýr frá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert