Flugfreyjur veikjast frekar en flugmenn

Breytingar hafa verið gerðar á flugvélum Icelandair í þeim tilgangi …
Breytingar hafa verið gerðar á flugvélum Icelandair í þeim tilgangi að fyrirbyggja veikindi. Erfitt er að segja til um hverju breytingarnar hafa skilað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höf­um gengið mjög langt miðað við það sem flest önn­ur flug­fé­lög hafa gert í að gera til­raun­ir til þess að fyr­ir­byggja veik­indi,“ seg­ir Jens Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri flugrekstr­ar­sviðs hjá Icelanda­ir. 

Sex mál sem tengj­ast veik­ind­um flug­freyja um borð í vél­um Icelanda­ir eru til rann­sókn­ar hjá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa þessa stund­ina. Þrjár flug­freyj­ur Icelanda­ir veikt­ust og þurftu súr­efni í flugi Icelanda­ir í síðustu viku. Aðrar fimm flug­freyj­ur íhuga að höfða mál gegn Icelanda­ir vegna veik­inda sinna. 

Jens seg­ir or­sak­ir veik­ind­anna ekki liggja fyr­ir en unnið sé að því að kom­ast til botns í mál­inu. Jafn­framt seg­ir hann að til­fell­in hafi ekki verið óvenju­mörg und­an­farið en sam­bæri­leg veik­indi hafa ekki komið upp hjá flug­mönn­um Icelanda­ir.

„Það hef­ur reynst mjög erfitt að finna hvað ná­kvæm­lega veld­ur eða hvers eðlis þessi veik­indi eru og það er ekk­ert breytt í því,“ seg­ir Jens. Ekki hafa fund­ist tengsl á milli loft­gæða í flug­vél­um Icelanda­ir og veik­inda flug­freyj­anna. 

Til­fell­in ekki fleiri en venju­lega

„Á und­an­förn­um árum hef­ur þetta komið og farið hjá okk­ur en það eru ekk­ert sér­stak­lega mörg til­felli í gangi núna miðað við það sem venju­legt get­ur tal­ist.“

Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair.
Jens Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri flugrekstr­ar­sviðs Icelanda­ir. mbl.is/​Stein­grím­ur Eyj­ólfs­son

Jens seg­ir Icelanda­ir gera „gríðarlega mikið“ til þess að fyr­ir­byggja veik­indi flug­freyja en það sé samt sem áður erfitt þegar or­sak­ir veik­ind­anna liggi ekki fyr­ir. Aðgerðir Icelanda­ir telj­ist í tug­um eða jafn­vel hundruðum.

„Við höf­um farið í mikl­ar aðgerðir, breyt­ing­ar á flug­vél­um og viðhaldsaðgerðir og alls kyns verk­efni og gengið mjög langt til þess að gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til þess að fyr­ir­byggja þetta. Það er erfitt að segja hver ár­ang­ur­inn er af því en við höf­um alla vega lagt okk­ar af mörk­um til þess að koma í veg fyr­ir þetta enda vilj­um við tryggja góða starfsaðstöðu.“

Öðru­vísi kerfi fyr­ir flug­menn

Sam­bæri­leg veik­indi hafa ekki komið upp hjá flug­mönn­um Icelanda­ir. „Það eru svo sum aðeins öðru­vísi kerfi í kring­um flug­menn held­ur en í farþega­rými en við höf­um ekki orðið vör við sam­bæri­leg veik­indi flug­manna svo maður verður að segja að það séu meiri lík­ur á að flug­freyj­ur veikist en flug­menn, hvers vegna vit­um við ekki al­veg.“

Jens seg­ir að Icelanda­ir vinni með öðrum flug­fé­lög­um að því að kom­ast til botns í mál­inu. „Þetta er vanda­mál sem öll flug­fé­lög sjá hjá sér og við höf­um mikið verið að vinna með öðrum flug­fé­lög­um og verið í sam­starfi við þau. Þar deila all­ir niður­stöður úr sín­um grein­ing­um.

Berg­lind Haf­steins­dótt­ir, formaður Flug­freyju­fé­lags Íslands, sagði í sam­tali við mbl.is að fé­lagið myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert