Í varðhaldi til sunnudags vegna frelsissviptingar

Maður sem grunaður er um að hafa haldið konu nauðugri í minnst tíu daga og gert tilraun til að nauðga henni mun sitja í gæsluvarðhaldi fram á sunnudag. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við blaðamann mbl.is. 

Maðurinn var handtekinn í gær og var úrskurðaður í gæsluvarðhald.

RÚV greindi frá því í kvöldfréttum sínum að maðurinn væri grunaður um tilraun til nauðgunar og frelsissviptingar sem fram fór á heimili hans og stóð yfir í minnst 10 daga. Á þeim tíma hefði maðurinn misnotað konuna kynferðislega. Konan var flutt á bráðamóttöku á aðfangadag. 

Karl Steinar sagðist halda að maðurinn ætti ekki brotaferil að baki. Hann vildi ekki segja neitt um það hvort maðurinn hefði í gegnum tíðina gegnt ábyrgðarstöðum innan stjórnsýslunnar, eins og sagt var í frétt RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert