Lögreglan handtók í nótt karlmann á sextugsaldri vegna gruns um frelsissviptingu og tilraun til nauðgunar. Hefur hann verið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.
Þar kom fram að maðurinn væri grunaður um að hafa haldið 25 ára gamalli konu nauðugri á heimili sínu í Vesturbænum, gefið henni eiturlyf og misnotað hana kynferðislega. Var konan flutt á bráðamóttöku á aðfangadag.