Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald

Heimili Kristjáns Gunnars.
Heimili Kristjáns Gunnars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni en varðhaldið rennur út á morgun.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefur þessar upplýsingar eftir heimildum.

Skýrslutökum yfir Kristjáni Gunnari var ekki lokið seinnipartinn í dag. Hann sætir gæsluvarðhaldi á grundvelli almanna- og rannsóknarhagsmuna vegna gruns um að hafa svipt þrjár konur frelsi og beitt þær kynferðislegu ofbeldi.

Lögmaður Kristjáns Gunnars hefur ekki svarað mbl.is í dag en sá sem áður gætti hagsmuna hans sagði sig frá málinu í gær.

Kristján Gunn­ar var hand­tek­inn aðfaranótt aðfanga­dags vegna gruns um að hann hefði haldið ungri konu nauðugri á heim­ili sínu í 10 daga og brotið gegn henni kyn­ferðis­lega, en hann var lát­inn laus að skýrslu­töku lok­inni. Hann var svo hand­tek­inn aft­ur að morgni jóla­dags, þá grunaður um að hafa haldið tveim­ur kon­um nauðugum þá um nótt­ina og brotið gegn þeim kyn­ferðis­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert