Gæsluvarðhald yfir Kristjáni rennur út síðdegis

Kristján Gunnar Valdimarsson, lögfræðingur og lektor við Háskóla Íslands, er …
Kristján Gunnar Valdimarsson, lögfræðingur og lektor við Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa frelsissvipt og brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni á aðfangadag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni rennur út klukkan 16 í dag. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta hvort farið hefur verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. 

Kristján sætir gæsluvarðhaldi á grundvelli almanna- og rannsóknarhagsmuna vegna gruns um að hafa svipt þrjár konur frelsi og beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 

Kristján Gunnar var handtekinn aðfaranótt aðfangadags vegna gruns um að hann hefði haldið ungri konu nauðugri á heimili sínu í 10 daga og brotið gegn henni kynferðislega. Var hann látinn laus úr haldi að skýrslutöku lokinni en síðan aftur handtekinn að morgni jóladags, þá grunaður um að hafa haldið tveimur konum nauðugum þá um nóttina og brotið gegn þeim kynferðislega. 

Samkvæmt lögreglu fóru skýrslutökur fram í gær, en Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn vildi ekki staðfesta hvort þeim væri lokið. 

Ekki hefur náðst í lögmann Kristján Gunnars, en sá sem áður gætti hagsmuna hans sagði sig frá málinu á föstudag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert