Kristján Gunnar ekki í gæsluvarðhald

mbl.is/Hjörtur

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna kröfu lögreglunnar um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands og lögmaður, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Kristján hefur verið til rannsóknar vegna gruns um að hafa brotið gegn þremur konum kynferðislega og svipt þær frelsi. Hann var handtekinn á jólanótt og sat í gæsluvarðhaldi til 29. desember. Vildi lögreglan að hann yrði áfram í haldi í fjórar vikur.

Lögreglan færði þau rök fyrir gæsluvarðhaldskröfunni að hætta væri á að Kristján bryti af sér aftur ef hann gengi laus. Þeim rökum var hafnað af báðum dómstigum.

Fram kemur að rannsókn málsins sé í fullum gangi og miði vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert