Nánast öllu flugi aflýst

mbl.is/Eggert

Milli­landa­flugi um Kefla­vík­ur­flug­völl síðdeg­is hef­ur verið af­lýst vegna slæmr­ar veður­spár og hef­ur brott­för á flugi Icelanda­ir til Kaup­manna­hafn­ar sem var áætluð klukk­an 14 verið flýtt um klukku­stund. 

Vegna veðurs hef­ur ákvörðun verið tek­in hjá Icelanda­ir að af­lýsa öllu flugi til og frá Kefla­vík eft­ir há­degi í dag og í fyrra­málið. Gert er ráð fyr­ir að þess­ar rask­an­ir muni hafa áhrif á yfir 8 þúsund farþega.

Enn hef­ur flug­ferðum Norweg­i­an Air­lines um Kefla­vík­ur­flug­völl ekki verið af­lýst en flug­ferðum allra annarra flug­fé­laga hef­ur verið af­lýst. Síðasta vél­in héðan fer klukk­an 13 og síðasta vél­in sem er vænt­an­leg til lands­ins er vænt­an­leg klukk­an 12:40.

Flug­fé­lag Íslands hef­ur af­lýst inn­an­lands­flugi fyr­ir utan flug til og frá Eg­ils­stöðum. Flug­fé­lagið Ern­ir hef­ur af­lýst öllu inn­an­lands­flugi í dag.

Að sögn Guðjóns Helga­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via, hafa flugrek­end­ur tekið þessa ákvörðun eft­ir að Isa­via upp­lýsti þá um stöðu mála og veður­horf­ur. Spáð er mjög vondu veðri í dag og bend­ir allt til þess að veðrið verði sæmt þangað til á morg­un.

Icelanda­ir hef­ur meðal ann­ars af­lýst flugi til og frá land­inu í fyrra­málið fyr­ir utan flug frá Seattle sem áætlað er að komi til lands­ins á sjö­unda tím­an­um í fyrra­málið. 

Guðjón seg­ir að land­göngu­brýr á Kefla­vík­ur­flug­velli verði í notk­un eins lengi og veður leyf­ir en ekki er hægt að nota land­göngu­brýr þegar vind­hraði fer yfir 26 metra á sek­úndu. Hann bend­ir flug­f­arþegum á að fylgj­ast með á vef Isa­via en þar setja flug­fé­lög­in sjálf inn upp­lýs­ing­ar um stöðu mála. 

Sjá nán­ar hér 

Búið er að upp­lýsa alla farþega Icelanda­ir um rösk­un­ina og unnið er að end­ur­bók­un. Farþegar munu fá senda upp­færða ferðaáætl­un í tölvu­pósti en geta einnig fylgst með „um­sjón með bók­un“ á heimasíðu Icelanda­ir. Þar eru flugupp­lýs­ing­ar upp­færðar um leið og breyt­ing­ar liggja fyr­ir og þar geta farþegar jafn­framt upp­fært net­föng og síma­núm­er þannig að hægt sé að koma skila­boðum til þeirra hratt og ör­ugg­lega að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir. 

Flugi Icelanda­ir sem af­lýst verður vegna veðurs

  • Öllu flugi frá Evr­ópu í dag verður af­lýst en um er að ræða 15 flug.
  • Öllum brott­för­um frá Kefla­vík til Banda­ríkj­anna og Kan­ada seinnipart­inn í dag af­lýst en um er að ræða 11 brott­far­ir og þá jafn­marg­ar kom­ur aft­ur frá Norður Am­er­íku.
  • Öllu flugi til Evr­ópu frá Kefla­vík í fyrra­málið verður af­lýst en það eru 14 brott­far­ir.

Icelanda­ir hef­ur þegar haft sam­band við farþega vegna end­ur­bók­un­ar. Nokk­ur hundruð farþegar sem áttu flug frá Íslandi seinnipart­inn í dag nýttu sér boð Icelanda­ir um að ferðast degi fyrr en um 700 er­lend­ir farþegar verða áfram hér á Íslandi og mun Icelanda­ir út­vega þeim hót­elg­ist­ingu. Þar að auki er verið að vinna í því að end­ur­bóka tengif­arþega sem eru að ferðast á milli Evr­ópu og Norður Am­er­íku með öðrum flug­fé­lög­um.

Miðað við nú­ver­andi veður­spá, er gert ráð fyr­ir að flug verði á áætl­un frá Kefla­vík seinnipart­inn á morg­un, miðviku­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert