Tvísýnt með akstur strætó

mbl.is/Hari

Veðrið mun áhrif á akstur strætisvagna á landsbyggðinni í dag og tvísýnt með akstur strætó víða, samkvæmt upplýsingum frá Strætó.

Leið 51: Reykjavík-Höfn

Ferð milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði mun aðeins ná til Hvolsvallar, ef veður leyfir.

Ferðin frá Höfn til Reykjavíkur fellur niður í dag.

Tvísýnt verður með akstur um Hellisheiðina og Þrengsli þegar líður á daginn.

Leið 52: Reykjavík-Landeyjahöfn

Landeyjahöfn er lokuð og Herjólfur siglir frá Þorlákshöfn í dag.

Leið 52 mun því ekki aka lengra en til og frá Hvolsvelli. Aukavagn merktur Herjólfi ekur frá Mjódd til Þorlákshafnar kl. 09:00 og 19:00. 

Leið 55: Reykjavík-Leifsstöð, leið 89: Reykjanesbær-Garður-Sandgerði og leið 88: Reykjanesbær-Grindavík

Tvísýnt verður með ferðir á Suðurnesjum þegar líður á daginn.

Leið 57: Reykjavík-Akureyri

Ferðirnar milli Reykjavíkur og Akureyrar munu aðeins aka til Borgarness á meðan veður leyfir.

Ferðirnar frá Akureyri til Reykjavíkur falla niður í dag.

Tvísýnt verður með akstur um Kjalarnes og meðfram Hafnarfjalli þegar líður á daginn.

Í viðvörun frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar kemur fram að á milli kl. 14 og 15 bresti á með vestan og suðvestan 18-25 m/s suðvestan- og síðar vestanlands. Krapahríð fyrst í stað á láglendi, en síðan hríðarkóf. Það versta verður yfirstaðið undir kvöldið. Á Vestfjörðum er reiknað með NA 18-23 m/s og blindhríð til kvölds.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert