Enginn alvarlega slasaður

Ljósmynd Landsbjörg

Unnið er að því að koma hópi ferðamanna til byggða sem var í skipulagðri vélsleðaferð við rætur Langjökuls. Fyrsti hluti hópsins er væntanlegur í Gullfosskaffi á næstu mínútum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er enginn alvarlega slasaður en fólkið er kalt, blautt og þrekað.

Aðstæður til leitar eru erfiðar.
Aðstæður til leitar eru erfiðar. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Mjög vont veður er á svæðinu, lítið sem ekkert skyggni og skafrenningur. Um er að ræða 39 manna hóp sem var í skipulagðri ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var farið í ferðina um klukkan 13 í gær. 

Um 300 manns tóku þátt í björgunaraðgerðum á 57 tækjum við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður.

„Vont veður, þung færð og lítið sem ekkert skyggni gerði aðgerðir viðbragðsaðila mjög erfiðar. Fólkið hafði leitað skjóls í tveimur bílum í langan tíma og var orðið blautt, kalt og skelkað þegar björgunarsveitamenn fundu hópinn klukkan hálfeitt í nótt.

Klukkan tvö höfðu allir verið fluttir af vettvangi í snjóbílum og var þeim komið í þurr föt og gefið heitt að drekka. Sjúkraflutningamenn og sjálfboðaliðar frá RKÍ tóku svo á móti þeim og hlúðu að þeim og mátu ástand hópsins með tilliti til frekari aðhlynningar,“ segir í færslu á Facebook-síðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Ekkert skyggni er á þessum slóðum enda viðvörun í gildi …
Ekkert skyggni er á þessum slóðum enda viðvörun í gildi um að vera ekki á ferðinni á þessum slóðum. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi var virkjuð vegna leitarinnar í gærkvöldi ásamt samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra. Fjöldahjálparstöð er í Gullfosskaffi þar sem lögregla, heilbrigðisstarfsfólk frá HSu og viðbragðshópur fjöldahjálpar hjá Rauða krossinum taka á móti fólkinu þar sem hlúð verður að því. Síðan verður fólk aðstoðað við að komast á hótel sín til gistingar.

Fréttin verður uppfærð

Um 300 manns tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita í gærkvöldi …
Um 300 manns tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita í gærkvöldi og nótt. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert