Óttaðist um syni sína

Ferðamaður frá Brasilíu óttaðist um öryggi barna sinna í gærkvöldi þar sem þau voru í hópi 39 ferðamanna á veg­um ís­lensks ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is sem lenti í hrakn­ing­um við ræt­ur Lang­jök­uls.

„Ég skil ekki hvernig fyrirtæki sem þetta getur starfað í ferðamennsku á Íslandi,“ sagði hin brasilíska Virginia Galvai í samtali við RÚV. Hún var í ferðinni ásamt 11 og 14 ára sonum sínum og vinafólki.

Yngri sonur Galvai beið úti í um sex klukkustundir en sá eldri einni og hálfri klukkustund lengur. Ferðamennirnir komu flestir til Reykjavíkur skömmu fyrir hádegi.

Gul veðurviðvör­un var í gildi fyr­ir landið allt í gær þegar lagt var af stað í ferðina, auk þess sem óvissu­stigi hafði verið lýst yfir á Suðvest­ur­landi. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var um að ræða ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið Mountaineers of Ice­land, sem héraðsdóm­ur gerði að greiða 700 þúsund krón­ur í bæt­ur til ástr­alskra hjóna vegna veru­legs gá­leys­is leiðsögu­manna í ferð á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins í janú­ar 2017.

Frá aðgerðum björgunarsveita á Langjökli í nótt.
Frá aðgerðum björgunarsveita á Langjökli í nótt. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert