Snjóflóð féll á Ólafsfjarðarveg við Ólafsfjarðarmúla í nótt eða morgun og annað féll á Siglufjarðarveg á sama tíma. Auk þess féll annað snjóflóð fyrir ofan veg á Siglufjarðarvegi. Áfram er snjóflóðahætta á vegunum og eru þeir lokaðir af þeim sökum.
Samkvæmt sérfræðingi á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands er flóðið sem féll á Ólafsfjarðarveg um tveggja metra þykkt á veginum og telst það þokkalega stórt. Hin flóðin eru minni.
Spár gera áfram ráð fyrir leiðindaveðri á Tröllaskaga fram eftir degi en appelsínugul viðvörun er í gildi á Norðurlandi.
Áfram er mikil snjóflóðahætta við veginn og til fjalla en ekki er talin hætta í byggð.