Snjóflóð hafa fallið á bæði Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarveg og eru báðir vegirnir lokaðir vegna snjóflóðahættu og ófærðar.
Spáð er áframhaldandi suðvestanáttum með éljagangi, snjókomu og skafrenningi víða á landinu fram á fimmtudagskvöld. Þó verður úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi, að því er segir á facebooksíðu Veðurstofu Íslands.
Við þessar aðstæður heldur áfram að safna í gil og hlíðar sem eru hlémegin við vindáttina. Því má búast við varasömum snjóalögum og snjóflóðahættu til fjalla.
Ekki er talin vera snjóflóðahætta í byggð eins og er, en fylgst verður með stöðunni. Hér má lesa nánar um snjóflóðaspá.