Mál fyrir lítið samfélag að taka við hundrað manns

Vilhjálmur Stefánsson rannsóknarlögreglumaður hrósar viðbragðsaðilum fyrir mikinn dugnað.
Vilhjálmur Stefánsson rannsóknarlögreglumaður hrósar viðbragðsaðilum fyrir mikinn dugnað. mbl.is/Jón Sigurðsson

Heilt byggðarlag var virkjað til þess að þjón­usta um hundrað há­skóla­nema eft­ir að rút­an sem helm­ing­ur þeirra var í valt í gær. Þrír voru flutt­ir með þyrlu til aðhlynn­ing­ar í Reykja­vík, en þeir sem eft­ir voru gistu í Blöndu­skóla á Blönduósi í nótt.

„Ég vil meina að þetta hafi farið mjög vel og maður von­ar að það hafi ekki verið al­var­leg­ir áverk­ar hjá þeim þrem­ur sem fóru suður,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Stef­áns­son, rann­sókn­ar­lög­reglumaður hjá lög­regl­unni á Norður­landi vestra, í sam­tali við mbl.is.

Full­trú­ar Rauða kross­ins og starfs­menn Blönduós­bæj­ar hafa sinnt fólk­inu auk hjúkr­un­ar­fræðings og prests. Þá gistu nokkr­ir starfs­menn skól­ans með hópn­um í nótt. „Þetta er svo­lítið mál fyr­ir svona lítið sam­fé­lag að taka við hundrað manns. Það er fullt af fólki sem hef­ur komið að þessu. Það er verið að veita eins góðan stuðning og hægt er,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Nem­arn­ir eru enn í skól­an­um og er ekki ljóst hvenær þeir kom­ast suður enda er Holta­vörðuheiðin lokuð. „Þau fara ekk­ert fyrr en búið er að opna og skoða aðstæður. Það var flug­hált í gær og ætli það hafi ekki tekið upp í nótt og í gær­kvöldi,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. „En það er ekki voðal­ega þægi­legt að fara af stað aft­ur eft­ir óhapp,“ bæt­ir hann við og seg­ir eðli­legt að vera skelkaður eft­ir svona at­vik.

Hann seg­ir viðbragðsaðila hafa sýnt gríðarleg­an dugnað í kjöl­far slyss­ins í gær. „Þetta var um­fram von­ir og vænt­ing­ar. All­ir viðbragðsaðilar á svæðinu, Skagaf­irði og Vest­ur-Húna­vatns­sýslu, fljót­ir að koma. Þetta sýndi að kerfið virk­ar, þótt alltaf séu ein­hverj­ir minni hátt­ar hnökr­ar. Það var al­veg frá­bært hvernig þetta gekk.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka