Tugir lentu í umferðarslysum

Hópbifreið með um 50 háskólanema fór út af skammt sunnan …
Hópbifreið með um 50 háskólanema fór út af skammt sunnan Blönduóss í gær. Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur en þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi á níunda tímanum. Ekki var vitað um afdrif þeirra við úrvinnslu fréttarinnar seint í gærkvöldi. mbl.is/Jón Sigurðsson

Afleiðingar vonskuveðurs í gær voru verulegar víða á landinu, en nokkuð var um slys og vegum víða lokað. Fjórar rútur lentu í slysum eða óhöppum í gær, þar af var eitt alvarlegt. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna rútu sem fór út af þjóðveginum skammt sunnan Blönduóss síðdegis í gær.

Voru tvær rútur á samfloti þegar önnur þeirra valt en í þeim voru háskólanemar á leið í skíðaferð til Akureyrar. Voru á 50 nemar um borð í rútunni sem valt.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is í gærkvöldi leit ekki út fyrir að neinn væri í lífshættu en farþegarnir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í kjölfar slyssins, auk þess sem þrír voru fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur.Var samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð og allir viðbragðsaðilar boðaðir á slysstað.

Gámur losnaði af vörubíl

Annað rútuslys átti sér stað í mikilli hálku og roki á þjóðvegi eitt við Blönduhlíð í Skagafirði, nærri Silfrastöðum, á fjórða tímanum í gær þegar rúta með 21 grunnskólabarni á aldrinum 14 til 16 ára hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Hópurinn var einnig á leið til Akureyrar þegar slysið átti sér stað.

Engin meiðsl urðu á farþegum þegar lítil rúta með 15 farþega fór út af veginum í Þrengslum. Sama var uppi á teningnum þegar önnur smárúta lenti í vanda á Lyngdalsheiði.

Þá varð alvarlegt slys á Vesturlandsvegi fyrir hádegi í gær þegar ruslagámur losnaði af flutningabifreið og lenti á tveimur bílum. Lenti gámurinn á vörubíl og lítilli fólksflutningabifreið sem komu úr gagnstæðri átt við vöruflutningabifreiðina. Voru ökumenn bifreiðanna tveggja fluttir á gjörgæslu og voru þar enn þegar blaðið fór í prentun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka